Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, og Bjarni Bjarnason forstjóri tóku á móti kanslaranum og var síðan sest við spjall yfir kaffi og kleinum. Ýmsir pólitískir og efnahagslegir ráðgjafar kanslarans voru með í för. Þau Bjarni, Brynhildur og Hildigunnur H. Thorsteinsson, stjórnarformaður ON, ræddu jarðhitanýtinguna almennt og Edda Sif Pind Aradóttir kynnti Merkel kolefnisbindingarverkefnið CarbFix, sem rekið er við virkjunina. Einn angi þess rannsóknar- og þróunarverkefnis teygir sig til Þýskalands þar sem unnið er með Tækniháskólanum í Bochum.

Kanslarinn sýndi verkefninu og tækifærum þess mikinn áhuga en hún er einmitt að ræða loftslagsmál við norræn starfssystkin sín, sem funda í Reykjavík í dag. Spurði hún sérstaklega út í hvort steinrenna megi koltvíoxíði víðar um veröldina en hér á landi og fékk jákvætt svar við því.

Auk ráðafólks Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar komu einnig til samtalsins Kristín Vala Matthíasdóttir framkvæmdastjóri auðlinda hjá HS Orku. Auðlindagarðurinn á Reykjanesi er einmitt eitt skýrasta dæmið hér á landi um fjölþætta nýtingarmöguleika jarðhitans. Þá sagði Benedikt Stefánsson viðskiptaþróunarstjóri Carbon Recycling International frá starfsemi fyrirtækisins á Reykjanesi þar sem unnið er eldsneyti úr útblæstri jarðgufuvirkjunar.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt