Orku­veita Reykja­vík­ur (OR) ásamt sam­starfsaðilum hef­ur hlotið ríf­lega tveggja millj­arða króna styrk úr Horizon 2020 Rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­áætl­un ESB. Styrk­ur­inn er til verk­efn­is­ins GECO, sem miðar að spor­lausri nýt­ingu jarðhita.

OR leiðir þetta sam­starfs­verk­efni 18 fyr­ir­tækja og stofn­ana víðs veg­ar að úr Evr­ópu. Mark­mið GECO, sem stend­ur fyr­ir Geot­hermal Em­issi­on Control, er að þróa jarðhita­virkj­an­ir með sem allra minnsta los­un kolt­víoxíðs (CO2) og brenni­steinsvetn­is (H2S). Það bygg­ir að stór­um hluta á Car­bFix-niður­dæl­ing­ar-aðferðinni sem þróuð hef­ur verið við Hell­is­heiðar­virkj­un und­an­far­inn ára­tug í sam­starfi við Orku nátt­úr­unn­ar og inn­lend­ar og er­lend­ar rann­sókna­stofn­an­ir.

Gengið var frá forms­atriðum varðandi styrk­inn nú fyr­ir helgi og á næstu dög­um mun OR aug­lýsa eft­ir sér­fræðing­um til að vinna að verk­efn­inu, seg­ir í til­kynn­ingu.

Verk­efn­is­stjórn er í hönd­um OR og er Berg­ur Sig­fús­son, dr. í jarðefna­fræði og fag­stjóri á þró­un­ar­sviði OR, verk­efna­stjóri þess. Styrkþegar eru alls 18 tals­ins og á Íslandi eru það: Orka nátt­úr­unn­ar, Há­skóli Íslands, ÍSOR, og GEORG, rann­sóknaklasi í jarðhita. Verk­efnið stend­ur í fjög­ur ár og er heild­ar­styrk­fjár­hæð 2.065 millj­ón­ir króna. Þarf af renna 410 millj­ón­ir til OR og 330 millj­ón­ir fara til annarra ís­lenskra þátt­tak­enda.

Car­bFix-aðferðin, stund­um nefnd Gas í grjót, felst í að leysa kolt­víoxíð og brenni­steinsvetni upp í vatni og dæla þeim djúpt niður í basalt­berg­lög­in við Hell­is­heiðar­virkj­un. Þar losna efni úr basalt­inu sem bind­ast loft­teg­und­un­um og mynda stöðugar stein­teg­und­ir, t.d. silf­ur­berg og glópagull, inn­an tveggja ára. CO2 og H2S er þannig stein­runnið í berg­grunn­in­um til fram­búðar. Þessi aðferð er ódýr­ari en hefðbundn­ar hreins­un­araðferðir á þessu jarðhitalofti og leiðir til lang­tíma­bind­ing­ar þess.

Með GECO verk­efn­inu verður Car­bFix aðferðin þróuð enn frek­ar og henni beitt víðar. Auk Íslands verður hún prófuð á Ítal­íu, í Tyrklandi og í Þýskalandi. Jarðhitalofti verður dælt niður í fjór­ar gerðir berg­grunns til að prófa hvort ekki sé hægt að beita aðferðinni víðar en hér. Í verk­efn­inu er mik­il áhersla á um­hverf­is­vökt­un og að auka skiln­ing á hegðun jarðhitaloft­teg­unda til lengri og skemmri tíma eft­ir að þeim hef­ur verið dælt niður í berg­grunn, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá OR.

Í GECO verk­efn­inu verða einnig þróaðar aðferðir sem stuðla að hag­nýt­ingu jarðhitaloft­teg­unda. Unnið verður að enn um­hverf­i­s­vænni og spar­neytn­ari aðferðum við hreins­un kolt­víoxíðs með hag­nýt­ingu í huga og þannig auka tekju­mögu­leika við jarðhita­nýt­ing­una. Lyk­ill að því er að skilja loft­teg­und­irn­ar CO2 og H2S al­ger­lega að og verða slík­ar aðferðir prófaðar við jarðhita­virkj­an­ir Orku nátt­úr­unn­ar, Hell­is­heiðar­virkj­un og Nesja­valla­virkj­un.

 

Source: MBL

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt